Hvernig á að klæða sig og útbúa fyrir göngu á há fjöll á íslandi
У вашего броузера проблема в совместимости с HTML5
Jón Gauti Jónsson yfirleiðsögumaður í hreyfihópum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna er með stutta samantekt um hvaða útbúnað fólk eigi að hafa með sér á Hvannadalshnjúk. Hvannadalshnjúkur er hæsta fjall á Íslandi og verðug áskorun fyrir allt göngufólk á Íslandi. Gengið er frá sjávarmáli um urð og grjót, en endað í 2111 metra hæð í snjó og mun kaldara lofti. Það er því ekki einfalt mál að velja sér réttan fatnað og útbúnað fyrir Hvannadalshnjúk. Þetta myndband ætti að svara spurningunni "Hvernig á að útbúa sig og klæða fyrir fjallgöngu á Hvannadalshnjúk"
Nánari upplýsingar um ferðir Íslenskra Fjallaleiðsögumanna á Hvannadalshnjúk má finna á vef okkar, www.fjallaleidsogumenn.is